Vörumerki
Við erum umboðsaðilar fyrir tæknibúnað frá leiðandi framleiðendum.
Um okkur
Skaftá ehf var stofnað 2004 af Hrafnkeli Gunnarssyni með það að markmiði að bjóða heildarlausnir fyrir orkuveitur, stóriðju og iðnað.
Skaftá byggir á reynslu á sölu og þjónustu við uppbyggingu í Jarðvarma á Nesjavöllum, Hellisheiði, Reykjarnesi, Svartsengi, Filippseyjum, Kenía og Þeystareykjavirkjun, ásamt uppbyggingu á vatnsaflsvirkjunum Lagarfossi, Kárahnjúkum, Búðarhálsvirkjun og á Grænlandi.
Skaftá þjónustar búnað fyrir orkudreifingu fyrir RARIK, HS Veitur, Veitur, Orkubú Vestfjarða, Landsnet og Landsvirkjun. Skaftá hefur einnig þjónustað Alcoa Fjarðarál, Rio Tinto, Norðurál, Ístak og IAV.
Skaftá ehf einbeitir sér að því að finna bestu lausnir fyrir viðskiptavini sína. Skaftá ehf er óháð framleiðendum en vinnur náið með hverjum og einum framleiðanda í að klæðskerasauma bestu lausn og mögulega tæki fyrir hvert verkefni.
2022 tók Fagkaup ehf við rekstri Skaftár og fyrirspurnum um vörur og þjónustu svarar Ásgeir Albertsson verkefnastjóri hjá Johan Rönning.